fbpx

Áfallamiðað jóga

Í áfallamiðuðu jóga felst að við  vinnum með öndun, jafnvægi (andlegt og líkamlegt), rythma, kjörnun, mjúkar hreyfingar, núvitund og innri tengingu.
Hver þátttakandi iðkar á sinum forsendum og út frá sinni getu og hefur alltaf val um að sleppa æfingum eða aðlaga þær að sínum þörfum. Áhersla er lögð á hlýlegt og öruggt umhverfi þar sem allir eru velkomnir.
Við byrjum hvern tíma á rólegum öndunaræfingum, gerum léttar jógaæfingar, slökum við heilandi tóna gongsins og endum á endurnærandi hugleiðslu.
 

Núvitundarheilun

Langar þig að öðlast meiri hugarró? Núvitundarheilun (Sat nam Rasayan heilun) er öflug og fljótvirk leið til að upplifa meira jafnvægi, skýrari huga og á sama tíma virkjum við sjálfsheilandi krafta líkamans. Þú mætir lífinu af meiri ró og yfirvegun. Ertu forvitin(n) og vilt prófa? Nánar um Sat nam Rasayan heilun hér:  https://turiya.de/en/

Jóga Nidra 

Jóga Nidra (jógískur svefn) er öflug slökun og hugleiðslutækni sem dregur úr streitu og styrkir taugakerfið. Talið er að ástundun á Jóga Nidra sé öflugasta leiðin til að ná djúpri slökun og bæta svefngæðin okkar.
Í Jóga Nidra – ferðalag um orkustöðvarnar sjö er iðkað Jóga Nidra í litlum hópi (hámark 15 manns) og farið í hverjum tíma í gegnum eina orkustöð.
Við byrjum hvern tíma á smá fræðslu, rólegri öndunaræfingu, gerum stuttar og léttar jógaæfingar tengt orkustöðinni sem við vinnum með, hefjum svo djúpt slökunarferðalag með Jóga Nidra og endum á heilandi tónum gongsins.
Hver þátttakandi iðkar á sinum forsendum og út frá sinni getu og hefur alltaf val um að sleppa æfingum eða aðlaga þær að sínum þörfum. Áhersla er lögð á hlýlegt og öruggt umhverfi þar sem allir eru velkomnir og ná góðri slökun.
 

Kundalini Jóga

Hvað er Kundalini jóga? Kundalini jóga er öflugt jóga sem hjálpar þér að finna þitt innra sanna sjálf, þinn innsta kjarna aftur. Það er einnig kallað jóga vitundar eða jóga sem vekur sálina. Það hjálpar okkur að tengjast sálinni og okkur. Talið er að Kundalini jóga sé öflugasta og hraðvirkasta form af jóga til að sameina líkama, huga og sál. Lögð er áhersla á öndun (prana), lokur (Bandha) og hugleiðslur. Einnig notum við mikið af möntrum og möntrutónlist í tímum og hugleiðslum.

Yin Yoga

Í Yin Yoga teygjur höldum við jógastöður í 2-3 mín í senn til að losa um staðnaða orku í bandvefnum. Til þess notum við kubba, strappa og teppi sem hjálpa okkur að halda teygjunum/stöðunum og gefa eftir.
Með því náum við að hreinsa spennu úr líkamanum, endurnærum kerfið okkar og upplifum nýtt orkuflæði í líkamanum.
Close Menu
×
×

Cart

%d bloggers like this: