Áfallamiðað jóga
Núvitundarheilun
Langar þig að öðlast meiri hugarró? Núvitundarheilun (Sat nam Rasayan heilun) er öflug og fljótvirk leið til að upplifa meira jafnvægi, skýrari huga og á sama tíma virkjum við sjálfsheilandi krafta líkamans. Þú mætir lífinu af meiri ró og yfirvegun. Ertu forvitin(n) og vilt prófa? Nánar um Sat nam Rasayan heilun hér: https://turiya.de/en/
Jóga Nidra
Kundalini Jóga
Hvað er Kundalini jóga? Kundalini jóga er öflugt jóga sem hjálpar þér að finna þitt innra sanna sjálf, þinn innsta kjarna aftur. Það er einnig kallað jóga vitundar eða jóga sem vekur sálina. Það hjálpar okkur að tengjast sálinni og okkur. Talið er að Kundalini jóga sé öflugasta og hraðvirkasta form af jóga til að sameina líkama, huga og sál. Lögð er áhersla á öndun (prana), lokur (Bandha) og hugleiðslur. Einnig notum við mikið af möntrum og möntrutónlist í tímum og hugleiðslum.
Yin Yoga
Með því náum við að hreinsa spennu úr líkamanum, endurnærum kerfið okkar og upplifum nýtt orkuflæði í líkamanum.