fbpx

Yin yoga-ferðalag um orkustöðvanar sjö (síðdegisnámskeið, hefst 01.nóvember)

(2 customer reviews)

25.000 kr.

Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast Yin Yoga og Jóga Nidra, tengjast orkustöðvunum þínum betur og til að endurstilla taugakerfið, sleppa takinu og fara endurnærð(ur) inn í vikuna.

Hvenær: Mið 01.nóvember – 20.desember 16:30-17:45 (1x viku, 8 vikur)
Hvar: í Kópavogi (Heillandi Hugur, Hliðarsmári 14, jarðhæð).
Verð: 25.000.-
Ath: Einungis 12 pláss!
Fyrirspurnir: hugarro@hugarro.is / s: 869-4657

2 in stock

Description

Yin Yoga- ferðalag um orkustöðvarnar sjö

Ertu spennt/ur að prufa YinYoga?

Viltu fræðast og tengjast orkustöðvunum þínum betur?

Vertu þá velkomin/n/ð á þetta nærandi námskeið hjá Hugarró.

Á námskeiðinu Yin Yoga-ferðalag um orkustöðvarnar sjö munum við iðka Yin Yoga í litlum hópi (hámark 12 manns) og fara í gegnum eina orkustöð í hverjum tíma.

Við byrjum hvern tíma á að kjarna okkur með öndun, tengjumst orkustöðinni sem tekin er fyrir í tímanum, gerum slakandi Yin Yoga æfingar tengdar orkustöðinni og endum á djúpu slökunarferðalagi með Jóga Nidra.

Hver þátttakandi iðkar á sínum forsendum og út frá sinni getu og hefur alltaf val um að sleppa æfingum eða aðlaga þær að sínum þörfum. Áhersla er lögð á hlýlegt og öruggt umhverfi þar sem allir eru velkomnir og ná góðri slökun.

Yin Yoga teygjur (jógastöður), sem við höldum í 2-3 mín í senn hjálpa að losa um staðnaða orku í bandvefnum. Til þess notum við kubba, strappa og teppi sem gera okkur kleift að halda teygjunum og gefa eftir.

Með því náum við að hreinsa spennu úr líkamanum, endurnærum kerfið okkar og upplifum nýtt orkuflæði í líkamanum.

Til að dýpka ávinning Yin Yoga endum við svo tímann á Jóga Nidra (jógískur svefn), sem er öflug slökun og hugleiðslutækni sem dregur úr streitu og styrkir taugakerfið. Talið er að ástundun á Jóga Nidra sé öflugasta leiðin til að ná djúpri slökun og bæta svefngæðin okkar.

Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast Yin Yoga og Jóga Nidra, endurstilla taugakerfið, sleppa takinu og fara endurnærð(ur) inn í vikuna.

Hvenær: Mið 01.nóvember -20.desember 16:30-17:45 (8 vikur, 1x /viku)
Hvar: í Kópavogi (Heillandi Hugur, Hliðarsmári 14, jarðhæð).
Verð: 25:000.-
Ath: Einungis 12 pláss!
Fyrirspurnir: hugarro@hugarro.is / s: 869-4657

2 reviews for Yin yoga-ferðalag um orkustöðvanar sjö (síðdegisnámskeið, hefst 01.nóvember)

  1. Sigurborg

    Dásamlegt námskeið sem ég hlakkaði til að mæta á í hvert skipti. Við fengum góða leiðsögn inn í Yin Yoga teygjurnar þannig að allir gàtu aðlagað þær að sinni getu. Friederike leiddi Yin Yoga og Yoga Nidra heilunina af ró og yfirvegun með sinni silkimjúku rödd! Ég mæli heilshugar með þessu nàmskeiði fyrir alla!

  2. Sigrún Arna Aradóttir (verified owner)

    Þetta er fyrsta Yin yoga orkustöðvarnar 7, námskeiðið sem ég fer á og naut ég hverrar mínútu, frá því ég labbaði inn og fór aftur út. Góð byrjun í hverjum tíma þar sem maður fékk að lenda eftir daginn, góðar æfingar sem gögnuðust mér mjög vel og svo tala ég nú ekki um slökunina eftir tímann, stundum slakaði maður of vel á :-). En svaf yfirleitt betur nóttina eftir tímana og vaknaði endurnærðari. Ég er þegar búin að skrá mig á næsta námskeið og tel ég að þetta er það námskeið sem hefur gagnast mér best og líður mér mun betur í líkamanum eftir námskeiðið (er með vefjagigt) en áður en ég fór á það. Allt umhverfið og ljúf framkoma Frederike fær mann til að líða vel og ná góðri slökun.

    Sigrún Arna

Add a review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Close Menu
×
×

Cart