Yin yoga – 5 vikna námskeið
15.000 kr.
5 vikna Yin yoga námskeið hjá Hugarró. Hefst 3.maí, 1x/viku, á miðvikudögum 16:30-17:45.
Staðsetning: Heillandi Hugur, Hliðarsmári 14, Kópavogur
4 in stock
Description
Þarftu á endurnæringu að halda?
Er kominn tími til að hlaða batteríin og stilla sig af?
Eða ertu spennt/ur að prufa Yin yoga og jóga Nidra?
Vertu þá velkomin/n/ð á þetta námskeið!
Við byrjum tímanar á að kjarna okkur með öndunaræfingu og stuttri íhugun.
Við förum í gegnum Yin yoga teygjur (jógastöður), sem við höldum í 2-3 mín í senn til að losa um staðnaða orku í bandvefnum. Til þess notum við kubba, strappa og teppi sem hjálpa okkur að halda teygjunum og gefa eftir.
Með því náum við að hreinsa spennu úr líkamanum, endurnærum kerfið okkar og upplifum nýtt orkuflæði í líkamanum
Til að dýpka ávinning Yin Yóga endum við svo tímann á Jóga Nidra (jógískur svefn), sem er öflug slökun og hugleiðslutækni sem dregur úr streitu og styrkir taugakerfið. Talið er að ástundun á Jóga Nidra sé öflugasta leiðin til að ná djúpri slökun og bæta svefngæðin okkar.
Ath: Einungis 12 pláss!
Reviews
There are no reviews yet.