Léttara líf & hugarró
25.000 kr.
Þráirðu meiri léttleika og hugarró?
Viltu fá meira jafnvægi inn í líf þitt?
Á námskeiðinu Léttara líf & djúp hugarró munum við iðka jóga í litlum hópi (hámark 12 manns) út frá fræðum Kundalini jóga með meginreglur úr áfallamiðuðu jóga að leiðarljósi.
Í því felst að við munum vinna með öndun, jafnvægi (andlegt og líkamlegt), rytma, kjörnun, mjúkar hreyfingar, núvitund og innri tengingu.
Hver þátttakandi iðkar á sínum forsendum og út frá sinni getu og hefur alltaf val um að sleppa æfingum eða aðlaga þær að sínum þörfum. Áhersla er lögð á hlýlegt og öruggt umhverfi þar sem allir eru velkomnir.
Við byrjum hvern tíma á rólegum öndunaræfingum, gerum léttar jógaæfingar, slökum við heilandi tóna gongsins og endum á endurnærandi hugleiðslu.
Nýtt námskeið hefst 6.mars og verður einu sinni í viku, á miðvikudögum kl. 16:30-17:40 í Kópavogi (Heillandi Hugur, Hliðarsmári 14).
ATH. Hugarró er í samstarfi við VIRK!
Dagsetning: 08.mars – 26.apríl 2023 (8 skipti)
Pláss: 12
Verð: 25.000.-
Out of stock
Reviews
There are no reviews yet.