Hugarró er staðsett í Lyngási 18 í Garðabæ og er í eigu Friederike Berger, Kundalini Jógakennara og Sat nam Rasayan heilara. Starfsemin einblínir á að hjálpa fólki að ná meiri hugarró og læra að takast á við streitu, kvíða og áföll í gegnum jóga og heilun.
Af eigin reynslu get ég sagt að Kundalini jóga og Sat nam Rasayan núvitundarheilun hafa fært mér tækin og tólin til að öðlast meiri Hugarró eftir ýmis áföll sem lífið bauð upp á. Mín ósk er að geta miðlað þessari þekkingu áfram og hjálpa öðru fólki að upplifa meiri frið innra með sér.
Sjálf kynntist ég Kundalini jóga á meðgöngu árið 2006 þegar ég fór i meðgöngujóga. Árið 2013 fór ég svo í Kundalini kennaranámið og útskrifaðist ári seinna. Árið 2015 hóf ég nám í Sat nam Rasayan núvitundarheilun og lauk stigi 1 árið 2016. Í framhaldi af því fór ég í nám á stigi 2 og klára það árið 2018.
Ég er með mastersgráðu í sérkennslufræðum og hef starfað sem sérkennari í grunnskóla. Ég hef lokið leiðsögumannaprófi og starfa sem leiðsögumaður á sumrin auk þess sem ég hef starfað sem Rope yoga kennari.
Ég er gift og er móðir tveggja stelpna. Ég er fædd og uppalin í Þýskalandi, en fluttist til Íslands árið 2000 og hef búið hér síðan.